Í Morgunblaðinu í dag er fjallað um loðnuveiðar, m.a. um orsakir fyrir breyttri hegðun loðnunnar sl. 6 – 7 ár. Rætt er við Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðing og helsta sérfræðing Hafrannsóknastofnunar um loðnu.
Hjálmar segir að verst sé hve lítið menn viti. „Við höldum að þessi frávik stafi af þeim breytingum sem orðið hafa á vistkerfi hafsins með hlýnun og breytingum á straumum en við bara höldum það. Við vitum það ekki“.
„Loks bendir Hjálmar á að notkun trollsins við veiðarnar hafi getað valdið einhverjum skaða og til dæmis komið í veg fyrir að loðnan gengi vestur með landinu. Sá siður manna að leita með trollið úti sé til dæmis einkennilegur og geti ábyggilega valdið töluverðum truflunum á göngurnar.“
Áhugavert
Dagatal LS 2019
Bæklingur LS
NASBO Brochure
Veður
Gæðamál
Hvað þarf mikinn ís til að kæla aflann?
Upprunamerki: Iceland Responsible Fisheries
Virkt skipakort
Landssamband smábátaeigenda
Hverfisgötu 105
101 Reykjavík
Sími: 552 7922
ls@smabatar.is