Hjálmar Vilhjálmsson – ýjar að skaðsemi flottrolls við loðnuveiðar

Í Morgunblaðinu í dag er fjallað um loðnuveiðar, m.a. um orsakir fyrir breyttri hegðun loðnunnar sl. 6 – 7 ár. Rætt er við Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðing og helsta sérfræðing Hafrannsóknastofnunar um loðnu.
Hjálmar segir að verst sé hve lítið menn viti. „Við höldum að þessi frávik stafi af þeim breytingum sem orðið hafa á vistkerfi hafsins með hlýnun og breytingum á straumum en við bara höldum það. Við vitum það ekki“.
„Loks bendir Hjálmar á að notkun trollsins við veiðarnar hafi getað valdið einhverjum skaða og til dæmis komið í veg fyrir að loðnan gengi vestur með landinu. Sá siður manna að leita með trollið úti sé til dæmis einkennilegur og geti ábyggilega valdið töluverðum truflunum á göngurnar.“