Brimfaxi, félagsblað LS komið út

Brimfaxi á nú að hafa borist öllum félagsmönnum LS ásamt almanaki 2007.
Meðal efnis í Brimfaxa er fastur dálkur Heimahöfn, en þar fjallar Hjörleifur Guðmundsson um Patreksfjörð. Einnig segir Hjörleifur frá Strandveiðifélaginu Króki. Þá er greint frá síðasta aðalfundi Króks.

Fjallað er um ný fiskiker frá Sæplasti undir fyrirsögninni: „Ný byltingarkennd fiskiker“.

Aðalfundi LS 2006 eru gerð góð skil með útdrætti úr ræðu sjávarútvegsráðherra og skýrslu framkvæmdastjóra LS, ásamt setningarávarpi formanns LS.

Þýðing greinar úr tímaritinu Science frá nóvember sl. þar sem fram kemur að þriðjungur fiskistofna sé hruninn og að þeir sem eftir séu hrynji innan fimmtíu ára verði ekkert að gert.

Viðtalið er við Leif Halldórsson á Patreksfirði

Grein eftir Einar Júlíusson eðlisfræðing, „Aldursaflagreining og stofnmæling“.

Leiðarann ritar Örn Pálsson framkvæmdastjóri LS