Loðnan – týndi árgangurinn fundinn

Loðnuleit stendur nú sem hæst. Fréttir herma að 2004 árgangurinn sé fundinn, en ekki hefur tekist að mæla hann fyrr. Loðnan virðist vera í góðu ástandi og lofar því góðu.
Fyrstu loðnuna veiddi Guðmundur Ólafur ÓF sl. nótt 250 tonn. Loðnan var veidd í flotvörpu og fékkst norður af Melrakkasléttu.

Hægt er að fylgjast með skipunum sem taka þátt í loðnuleitinni á síðu Hafrannsóknastofnunar. Slóðin er:

http://www.hafro.is/undir.php?REFID=53&ID=100&REF=1