Minnkandi ásókn í leigukvóta á þorski

Það sem af er fiskveiðiárinu hafa verið flutt tæp 22 þúsund tonn af þorski milli skipa. Á sama tíma í fyrra höfðu hins vegar verið flutt rúm 29 þúsund tonn. Eins og sjá má er munurinn verulegur, eða 25% minnkun milli ára.

Flutningur krókaaflamarks í þorski hefur einnig minnkað milli ára. Þar er munurinn hins vegar ekki jafn mikill, eða 7% sem svarar til 500 tonna.

Talsverðar vangaveltur hafa verið um það hver skýringin er á svo miklum samdrætti milli ára. Margir hallast að því að verð á leigukvóta sé einfaldlega komið upp fyrir skynsemismörk.

Í dag færðust 408 tonn af þorski milli aflamarksskipa og var meðalverðið 165 kr/kg, í krókaaflamarkinu voru tonnin aðeins 26,5 sem fluttust á milli og meðalverðið 145 kr/kg.

Heimild: Unnið upp úr upplýsingum frá Fiskistofu