„Úthlutun kvóta í botnfiski árin 0-19-1984“

Miðvikudaginn 24. janúar flytur Helgi Áss Grétarsson lögfræðingur erindi á Rannsóknardögum Háskóla Íslands sem ber heitið „Úthlutun kvóta í botnfiski árin 0-19-1984“.
Helgi Áss er starfsmaður Lagastofnunar Háskóla Íslands og sinnir þriggja ára rannsóknarverkefni á fiskveiðistjórnunarkerfinu.

Í auglýsingu frá lagadeild HÍ um erindið segir m.a.:

„Allt frá því að Ísland var numið og þar til að langt var liðið á 20. öldina var almannaréttur til fiskveiða í sjó. Þessi skipan leiddi hægt og sígandi til þess að fiskistofnar voru í hættu ásamt því að hallarekstur í fiskveiðum var viðvarandi, m.a. voru veiðar ekki ábatasamar í verðmætustu tegundunum, botnfiski.

Til að leysa þennan vanda var til bráðabirgða komið á kvótakerfi í botnfiski árið 1984 sem setti umtalsverðar hömlur á hverjir mættu stunda fiskveiðar í atvinnuskyni. Þessi bráðabirgðaráðstöfun var framlengd árin 0-19-1985 og lagði grunninn að þeim meginreglum sem hafa gilt síðan árið 1991 um úthlutun kvóta í fiskveiðum.

Í erindinu verður leitast við að lýsa reglum sem mæltu fyrir um hverjir mættu veiða botnfisk og hvernig kvóta hafi verið skipt árin 0-19-1984. Þetta hefur mikilvægan fræðilegan tilgang þar sem fram til þessa hefur ekki verið óalgengt að ónákvæmni hafi gætt við útlistun á innihaldi reglnanna.

Í svokölluðum Valdimarsdómi Hæstaréttar, H 6-40-1998, var m.a. fullyrt að við úthlutun kvóta í botnfiski árið 1984 hafi verið miðað við veiðireynslu á tímabilinu 1. nóvember 1980 til 31. október 1983. Einnig hefur verið haldið fram að skipting veiðiréttarins hafi verið bundin föst við þetta viðmiðunartímabil um langt árabil.

Í erindinu verða þessar fullyrðingar véfengdar og reynt að draga fram nákvæmari mynd af skiptingu kvóta í botnfiski árin 0-19-1984 og hvaða áhrif þær höfðu þegar kvótanum var skipt með lögum um stjórn fiskveiða nr. 0-19-38.“

Erindið verður í Lögbergi, stofu 101 og hefst kl. 14:40.

Allir velkomnir sem áhuga hafa á þessu málefni.