Frumvarp um byggðakvóta – úthlutun til allt að þriggja ára í senn

Dreift hefur verið á Alþingi stjórnarfrumvarpi um úthlutun byggðakvóta. Gert er ráð fyrir að sjávarútvegsráðherra mæli fyrir frumvarpinu á næstu dögum. Í þvi kemur m.a. fram að á hverju fiskveiðiári skulu vera til ráðstöfunar aflaheimildir sem nema allt að 0-0-12 lestum af óslægðum botnfiski í þorskígildum talið. Heimilt verður að ráðstafa þeim til stuðnings byggðarlögum:

„a. Til minni byggðarlaga sem lent hafa í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi og háð eru veiðum eða vinnslu á botnfiski.
b. Til byggðarlaga sem orðið hafa fyrir óvæntri skerðingu á heildaraflaheimildum fiskiskipa sem gerð hafa verið út og landað hafa afla í viðkomandi byggðarlögum og skerðingin hefur haft veruleg áhrif á atvinnuástand í byggðarlögunum.“ Heimilt er að ráðstafa aflaheimildum samkvæmt þessum lið til allt að þriggja ára í senn.

Frumvarpið gerir ráð fyrir að ákvæði þess komi strax til framkvæmda og úthlutað verði samkvæmt þeim á yfirstandandi fiskveiðiári. Þá er í frumvarpinu ákvæði um að sveitastjórnir annist úthlutun aflaheimilda sem koma í hlut einstakra byggðarlaga, óheimilt verði að framselja byggðakvóta, skylt að landa og setja til vinnslu innan byggðarlagsins, ofl.

Hægt er að nálgast frumvarpið í heild á:

http://www.althingi.is/altext/133/s/0624.html