Löndunum fækkar um fimmtung á tveimur árum

Fiskistofa hefur sent frá sér skjal þar sem fram kemur fjöldi landana íslenskra skipa eftir löndunarhöfnum á árunum 2004 – 2006. Skipunum er skipt í þrjá flokka, smábátar, stærri bátar og togarar.

Á árinu 2004 var samanlagður fjöldi landana 0-2-69, en 2006 hafði þeim fækkað um 1-2-14 eða um fimmtung. Hlutfall landana hjá smábátum er rúm 70% í heildarfjöldanum og er nánast óbreytt á árinu 2004 og það var 2006.

Alls voru landanir smábáta 0-2-9 færri á síðasta ári en þær voru 2004, en þá voru þær 1-3-49. Helsta ástæða þessa er afnám sóknardagakerfisins, sem var aflagt 1. september 2004. Það má t.d. glöggt sjá á fækkun landana hjá smábátum milli áranna 2004 og 2005 en þar er mismunurinn um 0-0-7.

Úr skjali Fiskistofu má lesa fjölmargar upplýsingar. T.d. að á Vestfjörðum þ.s. sóknardagabátar sóttu mikið eftir afla var heildarfjöldi landana á svæðinu frá Patreksfirði til Ísafjarðar 4-5-9 á árinu 2004, en voru komnar niður í 9-5-5 á síðasta ári, hafði því fækkað um 41%.

Á árinu 2004 lönduðu smábátar oftast í Sandgerði 3-7-3 og 2006 voru þar einnig flestar landanir 6-2-3. Bolungarvík kom næst Sandgerði 2004, en þar var fjöldi landana hjá smábátum 6-9-2, á síðasta ári hafði þeim fækkað um 1-0-1. Ólafsvík var númer þrjú í röðinni 2004, 7-9-2 landanir, en voru komnar niður í 0-8-1 á síðasta ári.

Sjá nánar:

http://fiskistofa.is/skjol/frettir/Fjoldi_landana_2401-2006-2004_2007.pdf