Grásleppuvertíðin nálgast

Mikið er nú spáð og spekúlerað varðandi komandi grásleppuvertíð. Áfram verður að standa á bremsunni varðandi veiðina og ekki ráðlegt að veiða meir en á síðustu vertíð.

LS hefur nú fengið tölur frá Hafrannsóknastofnun um þátttöku í veiðunum á sl. 10 árum 1997 – 2006. Það kemur ekki á óvart að fæstir voru grásleppubátar á veiðum á vertíðinni 2006 aðeins 163 bátar. Aðeins 30 fleiri stunduðu veiðarnar 2001. Flestir voru hins vegar á veiðum 2004, 353 bátar og þar á eftir kemur vertíðin 1998, 277 bátar.