Ferskflakamarkaður þorsks og ýsu 2006 – 12,8 milljarðar

Veruleg aukning varð á útflutningsverðmæti ferskra þorsk- og ýsuflaka milli áranna 2005 og 2006. Þorskflökin skiluðu 8.8 milljörðum á síðasta ári sem er 1,9 milljarði meir en 2005 og fersk ýsuflök tæpum 4 milljörðum eða rúmum 900 milljónum aukning milli ára.

Magnaukning varð 3% í þorskinum og 8% í ýsunni. Meðalverð hækkaði því um tæpan fjórðung í þorski og rúman fimmtung í ýsunni.

Af ferskum þorskflökum var mest flutt út til Bretlands rúm fimm þúsund tonn, til Belgíu voru flutt 6-4-2 tonn, til Frakklands 6-5-1 tonn og Bandaríkin voru fjórða í röðinni en þangað fóru 982 tonn. Frakkar greiddu hæsta verðið af þessum fjórum löndum.

Bróðurparturinn af ferskum ýsuflökum eða 87% fóru á Bretland (2-4-3 tonn) og Bandaríkin (6-4-2 tonn).

Við samanburð á þessum tveimur tegundum vekur það athygli að 2005 var meðalverð á þorskflökum 22% hærra en á ýsunni, en á síðasta ári var verðmunurinn aðeins 11%.

Unnið upp úr tölum frá Hagstofu Íslands