Bakkafjörður – einn bátur lagði á 1. degi grásleppu

Í gær 10. mars var heimilt að hefja grásleppuveiðar. Á síðustu vertíð var mest landað á Bakkafirði. Þar voru söltuð grásleppuhrogn í 899 tunnur.

Nú virðist hins vegar mun minni áhugi á veiðunum því aðeins einn bátur lagði netin á fyrsta degi, Oddur V. Jóhannsson á Á NS. „Fleiri bátar munu vera í startholunum, en þó mun færri en undanfarin ár vegna lélegs verðs á grásleppuafurðum.“

Sjá nánar á www.bakkafjordur.is