Hörmulegt sjóslys í mynni Ísafjarðardjúps

Í gærkveldi varð sá sorglegi atburður að tveir sjómenn fórust á leið heim úr róðri á bátnum Björgu Hauks ÍS.
Ekki er vitað um tildrög slyssins, en vonskuveður var á þessum slóðum er það átti sér stað.

Enn eru íslenskir sjómenn minntir á þær hættur sem fylgja störfum þeirra, sem og hinar litlu sjávarbyggðir sem svo mjög byggja á störfum þessara manna. Þau verða aldrei ofmetin.

Landssamband smábátaeigenda sendir aðstandendum dýpstu samúðarkveðjur.

Þá vill landssambandið þakka öllum þeim sem tóku þátt í björgunaraðgerðum.