Á undanförnum dögum hefur fjölmiðlum verið tíðrætt um hátt leiguverð á þorski.
Í gær 20. mars voru 547 tonn leigð í krókaaflamarki og var meðalverð 131 kr/kg, hæst fór verðið í 160 kr/kg en aðeins 2,5 tonn voru á bakvið þau viðskipti.
Í aflamarkinu voru 289 tonn sem fóru milli aðila og var meðalverð 182 kr/kg, þar fór verðið hæst í 190 kr/kg, samtals 35 tonn.
Það vekur athygli að á sama tíma og leiguverð á þorski er svo hátt hefur veiðin dregist saman um 20 þúsund tonn milli ára. Sl. mánudag 19. mars voru krókaaflamarksbátar búnir að nýta 41% (54%) af úthlutuðum heimildum á fiskveiðiárinu í þorski, en aflamarksskip 59% (68%). Tölur í sviga sýna sama tímabil á fiskveiðiárinu 6-20-2005.
Tölur unnar upp úr: www.fiskistofa.is