Niðurstöður komnar úr togararallinu 2007

Rétt í þessu var að berast fréttatilkynning frá Hafrannsóknastofnuninni varðandi nýafstaðið togararall.
Enn er þorskurinn á niðurleið samkvæmt tilkynningunni og stofnvísitalan 17% lægri en í fyrra. Þá er meðalþynd 30% undir því sem hæst var 1994 – 1996.

Hér er fréttatilkynningin í heild sinni:

Stofnmæling botnfiska á Íslandsmiðum (vorrall) fór fram í 23. sinn dagana 27. febrúar til 20. mars s.l. Þrír togarar voru leigðir til verkefnisins: Páll Pálsson ÍS, Ljósafell SU og Bjartur NK og auk þess tóku rannsóknaskipin Bjarni Sæmundsson og Árni Friðriksson þátt í verkefninu. Alls var togað á 550 rallstöðvum allt í kringum landið.
Hér á eftir er samantekt á þeim niðurstöðum sem liggja fyrir.

Hitastig

Hitastig sjávar við botn mældist fremur hátt allt í kringum landið líkt og undanfarin ár. Þó var sjávarhiti fyrir norðan og austan land heldur lægri en árin 6-20-2003.

Þorskur

Stofnvísitala þorsks lækkaði um 17% frá mælingunni 2006 og er nú svipuð og árin 2-20-2000 (1. mynd). Lækkun stofnvísitölunnar frá fyrra ári má einkum rekja til þess að minna fékkst af ungfiski af árgöngum allt frá árinu 2001. Þetta kemur vel fram í lengdardreifingu þorsksins sem sýnir að mun minna er nú af 30-50 cm þorski en undanfarin ár (2. mynd). Mest fékkst af þorski á Vestfjarðamiðum, djúpt út af Norður- og Norðausturlandi og í Hvalbakshalla fyrir suðaustan land (3. mynd).
Aldursgreiningum er nú lokið. Fyrsta mat á stærð 2006 árgangs bendir til að hann sé slakur og að svipaðri stærð og 2005 árgangurinn eða um 0-1-130 milljónir þriggja ára nýliða. Árgangurinn frá 2004 mælist sem fyrr mjög lélegur eða um 60-80 milljónir. Almennt virðist stærð uppvaxandi árganga ívið minni en fyrri mælingar sýndu.
Aldursgreindar vísitölur benda til að stærð veiðistofns (þyngd fjögurra ára og eldri) sé nú um 10-15% minni en áður hefur verið áætlað. Hinsvegar mælist vísitala 7-10 ára fisks (árgangar 0-20-1997) nú um 20% hærri en árið 2006 og tvisvar sinnum hærri en hún var á árunum 3-20-2001 sem er í samræmi við fyrra mat á hlutdeild þessara árganga í stofni og aflabrögð á vertíð sunnanlands.
Meðalþyngd 6 og 7 ára fisks mælist nú um 10% lægri og 8 og 9 ára fisks 5-10% hærri en í stofnmælingunni 2006 en meðalþyngd annarra aldurshópa er svipuð. Meðalþyngd eftir aldri er nú um 30% lægri en hún mældist hæst árin 6-19-1994. Holdafar þorsksins var heldur betra en árið 2006, en undir meðaltali áranna frá 1993 þegar vigtanir hófust. Meira var af loðnu í þorskmögum en undanfarin ár og loðna fannst í þorski allt í kringum landið, þó mest út af Vestfjörðum (4. mynd).

Ýsa

Stofnvísitala ýsu var há líkt og undanfarin fjögur ár en lækkaði þó um 12% frá fyrri mælingu (5. mynd). Mæliskekkja stofnvísitölunnar var hlutfallslega lítil eins og árin 6-20-2004, sem skýrist af jafnri útbreiðslu ýsunnar. Lengdardreifing ýsunnar bendir til að árgangar 6-20-2004 séu um eða undir meðallagi en árgangur 2003 mældist mjög stór líkt og í síðustu stofnmælingum (6. mynd). Ýsan veiddist á grunnslóð allt í kringum landið (7. mynd). Holdafar ýsunnar var fremur lélegt, einkum stóra árgangsins frá 2003.

Gullkarfi

Stofnvísitala gullkarfa hefur verið há frá árinu 2003 og í stofnmælingunni í ár var hún sú næst hæsta frá 1985. Líkt og árin 2003 og 2004 var óvissan í mælingunni hinsvegar mikil þar sem tiltölulega mikið af karfaaflanum kom á fáum stöðvum (8. mynd).

Flatfiskar

Stofnvísitala skarkola var svipuð og árin 6-20-2004, en er nú einungis rúmur fjórðungur af því sem hún var í upphafi ralls. Vísitölur þykkvalúru og langlúru mældust háar líkt og undanfarin fjögur ár en vísitala sandkola var lág.

Aðrar tegundir

Vísitala ufsa var svipuð og árin 3-20-2002 en lægri en undanfarin þrjú ár. Vísitala steinbíts var hærri en síðustu þrjú ár en þá var hún í lágmarki. Stofnvísitala löngu var sú hæsta sem mælst hefur í vorralli frá upphafi. Vísitala keilu hefur einnig farið hækkandi síðustu ár og var nú sú hæsta frá árinu 1989. Mikið fékkst af skötusel fyrir sunnan og vestan land eins og undanfarin ár.

Kortlagning rallstöðva

Á Árna Friðrikssyni fór fram kortlagning á botnlagi og botnhörku á rallstöðvum og nágrenni þeirra. Alls voru kortlagðar rúmlega 80 rallstöðvar við sunnanvert landið. Á 9. mynd er sýnt botnlag þar sem togað var á rúmlega 400 m dýpi í kantinum vestur af Reykjanesi.

Að lokum

Niðurstöður mælingarinnar sem hér eru kynntar til bráðabirgða er mikilvægur þáttur árlegrar úttektar Hafrannsóknastofnunarinnar á ástandi nytjastofna við landið. Stofnmælingin í ár gefur svipaða mynd og stofnmælingar undanfarinna ára hvað varðar magn og útbreiðslu flestra nytjastofna og staðfestir þær breytingar sem hafa sést á undanförnum árum. Lokaúttekt á niðurstöðum og tillögur Hafrannsóknastofnunarinnar um aflamark fyrir næsta fiskveiðiár verða kynntar í byrjun júní n.k.