Hörmulegur atburður við grásleppuveiðar í Vopnafirði

Síðla dags miðvikudaginn 11. apríl sl. var farið að óttast um Ritu NS-13, sem hélt til grásleppuveiða þá um morguninn frá Vopnafirði. Leit var strax hafin og fannst báturinn mannlaus.
Morguninn eftir fannst skipstjóri og eigandi bátsins látinn. Hann var einn um borð. Ekki er vitað hvað olli þessum hörmulega atburði.

Hinn látni hét Guðmundur Ragnarsson, mörgum þekktur sem Muggur.Muggur, mynd.jpg
Guðmundur hafði stundað smábátaútgerð um árabil frá Vopnafirði en hin síðari ár eingöngu stundað grásleppuveiðar.

Landssamband smábátaeigenda vottar fjölskyldu Guðmundar og öðrum aðstandendum dýpstu samúð.