Sjávarútvegsráðherra boðar áframhaldandi línuívilnun og óbreyttan slægingarstuðul.

Á almennum borgarafundi í Bolungarvík sem Guðmundur Halldórsson fv. formaður Eldingar boðaði til og haldinn 6. maí s.l. var m.a. rætt um línuívilnun og slægingarstuðul.

Það var formaður Eldingar Gunnlaugur Finnbogason sem beindi tveimur spurningum um þau málefni til sjávarútvegsráðherra. Hann sagði þær varða hvort veiðiheimildir að værðmæti 1,6 milljarðar yrðu áfram í Bolungarvík eða hirfu þaðan:

1. Línuívilnun
Í landsfundarályktun sjálfstæðisflokksins um sjávarútvegsmál er að finna eftirfarandi þar sem fjallað er um fiskveiðistjórnunarkerfið:

„Gera þarf sérstakt átak í að einfalda stjórnkerfi veiðanna og auka gegnsæi þess með því að draga úr sérstökum úthlutunum og skorðum og öðru því sem felur í sér mismunun.“

Á sl. fiskveiðiári fengu bátar sem réru héðan frá Bolungarvík 344 tonn af þorski í línívilnun, 137 tonn af ýsu og 132 tonn af steinbít. Gangi samþykkt landsfundar eftir mun það þýða að línuívilnun verður aflögð og framangreindar veiðiheimildir að andvirði 830 milljóna munu hverfa héðan.

Verði sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn eftir kosningar, er sjávarútvegsráðherra þá tilbúinn að lýsa því hér yfir að hann mun ekki undir neinum kringumstæðum samþykkja afnám eða skerðingu á línuívilnun.

2. Slægingarstuðull:

Hugmyndir eru um að breyta honum í þorski úr 0,84 í 0,90.

Á sl. fiskveiðiári var landaður þorskafli hér í Bolungarvík 6-7-6 tonn.

Verði slægingastuðlinum breytt, mun það miðað við þennan þorskafla þýða 400 tonna kvótaskerðingu að andvirði tæpra 800 milljóna í varanlegum heimildum.

Er sjávarútvegsráðherra tilbúinn að lýsa því hér yfir að hann mun sem sjávarútvegsráðherra ekki gera neinar breytingar á slægingastuðlinum.“

Í svari sjávarútvegsráðherra kom fram að ekki þyrfti að brýna hann varðandi línuívilnun hún hefði verið hans baráttumál og ekki stæði til að afnema hana.

Varðandi slægingarstuðulinn sagði ráðherra að hann mundi ekki gera breytingar á honum.

Ath. hægt er að hlusta á fundinn – slóðin er:

http://www.bolungarvik.is/bolungarvik/frettir_-_nanar/?cat_id=397&ew_0_a_id=3606