Hafrannsóknastofnun – allt í þorskinum í sögulegu lágmarki – leggur til að heildarafli minnki um þriðjung

Hafrannsóknastofnun kynnti í dag tillögur sínar um heildarafla á næsta fiskveiðiári. Skemmst er frá því að segja að stofnunin leggur til að heildarafli í þorski verði 130 þúsund tonn sem er 63 þúsund tonnum minna en leyfilegt er að veiða á þessu ári. Stofnunin telur stærð veiðistofnsins vera nálægt sögulegu lágmarki og stærð hrygningarstofnsins aðeins um helmingur þess sem talið er að gefi hámarks afrakstur. Þá segir í skýrslu stofnunarinnar að „nýliðun síðustu sex árin hefur verið slök og meðalþyngd allra aldurshópa er í sögulegu lágmarki.“

Í öðrum helstu tegundum sem smábátar veiða er tillaga Hafró þessi – í sviga er leyfilegur heildarafli á yfirstandandi fiskveiðiári.

Þorskur……….130………………..(193)
Ýsa………………95…………………(105)
Ufsi……………..60…………………..(80)
Steinbítur…….11……………………(13)

Nánar á:

http://www.hafro.is/undir.php?ID=26&REF=4