Heimilt verður að færa eftirstöðvar byggðakvóta milli ára

Senn líður að því að byggðakvóta þessa fiskveiðiárs verði úthlutað. Langt og strangt kæru- og athugasemdaferli sem Alþingi samþykkti í vor er nú brátt lokið og því ekkert til fyrirstöðu að kvótanum verði úthlutað.

Þegar ljóst varð hversu ferlið sem lögin sögðu til um var langt fór LS fram á að hægt yrði að færa óveiddann byggðakvóta milli ára. Fullur skilningur var á beiðni LS og greinilegt að ráðuneytið mundi leita leiða til að verða við óskinni.

Í Blaðinu á morgun er þetta staðfest. Þar greinir sjávarútvegsráðherra frá því að „óveiddur byggðakvóti þessa fiskveiðiárs muni ekki brenna inni heldur koma til viðbótar byggðakvóta næsta árs.“
„„Vð gerum okkur grein fyrir þeim vanda sem getur komið upp í einstökum tilvikum og við munum bregðast við því þannig að byggðakvóti þeirra sem ekki ná að veiða hann mun ekki falla niður heldur gefst mönnum færi á því að geyma byggðakvótann fram yfir næstu kvótaáramót alveg eins og menn hafa möguleika varðandi annan kvóta“ segir Einar Kristinn“ í viðtali við Blaðið.