Á fundi stjórnar Landssambands smábátaeigenda sem haldinn var á Ísafirði 26. og 27. júlí sl. var m.a. rætt um ákvörðun sjávarútvegsráðherra að afnema 10% álag á fisk sem fluttur er óunninn á erlendan markað.
Á fundinum var lýst yfir stuðningi við ákvörðun ráðherra svo framarlega sem útflutningurinn væri skilyrtur með vigtun hér heima.
Í máli einstakra stjórnarmanna kom fram að með vigtun hér heima væri eitt allri tortryggni um að rétt væri staðið að málum jafnframt sem fleirum gæfist tækifæri til að kaupa fiskinn.