Í morgunútvarpinu í dag var rætt við sjávarútvegsráðherra vegna kröfu Skagfirðinga og Húnvetninga um takmarkanir á dragnótaveiðum.
Sjávarútvegsráðherra sagði að það kæmi vel til greina að banna dragnótaveiðar, en áður en kæmi að því þyrfti að rannsaka betur áhrif veiðarfærisins. Hann hefði nú falið Hafrannsóknastofnun að gera rannsóknaáætlun sem miði að því að kanna áhrif dragnótaveiða á lífríki Skagafjarðar og Húnaflóa.