Aðalfundur Bárunnar verður haldinn á Kænunni í Hafnarfirði nk. laugardag 22. september. Fundurinn hefst kl 10:00, sem er hefðbundinn tími þeirra Bárumanna.
Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður ályktað um ýmis málefni sem félagið telur að ræða eigi á aðalfundi LS sem haldinn verður 18. og 19. október nk.
Formaður Bárunnar er Gunnar Pálmason
Fjöldi báta innan Bárunnar sem landaði afla á sl. ári voru 48.
Aðalfundur Snæfells
verður á Hótel Framnesi, Grundarfirði næsta sunnudag 23. september. Fundurinn hefst klukkan 17:00.
Samkvæmt hefð býður félagið upp á kvöldverð í fundarhléi.
Formaður Snæfells er Alexander Kristinsson
Snæfell er þriðja stærsta svæðisfélag LS, 88 bátar í félagsmanna lönduðu afla í fyrra.
Félagsmenn Bárunnar og Snæfells er hvattir til að fjölmenna til fundar og hafa þannig áhrif á það sem ályktað verður um.
Örn Pálsson framkvæmdastjóri LS mun mæta á báða fundina.
Myndir eru af formönnum félaganna Gunnari og Alexander