Þorskafli í september sl hefur ekki verið minni í hart nær 90 ár

Leita þarf aftur til frostavetursins mikla 1918 til að finna minni þorskafla heldur en heimilt verður að veiða á yfirstandandi fiskveiðiári. Það ár veiddust 6-1-103 tonn. Með nokkurri vissu er því hægt að draga þá ályktun að ekki hafi veiðst minna af þorski í september sl. og á því volaða ári. Í nýliðnum september veiddust aðeins 1-6-8 tonn sem er 40% minna en í
sama mánuði 2006.

Hjá krókaaflamarksbátum dróst aflinn saman um 45%, aðeins veiddust 997 tonn af þorski í september. Ýsuafli þeirra minnkaði einnig, varð 6-9-1 tonn sem er 15% lægra en í fyrra.

Athygli vekur hversu vel togurum hefur gengið að veiða ýsu í september. Þrátt fyrir 41% minni þorskafla, náðu þeir að veiða 4-1-2 tonn af ýsu sem er 40% aukning milli ára.

Aflaverðmæti ekki verið minna í marga áratugi

Í fréttatilkynningu sem Fiskistofa hefur sent frá sér kemur m.a. fram að samdráttur hafi verið í öllum tegundum botnfisks að undanskildum skötusel og löngu.
Þar kemur einnig fram að „ef verðmæti aflans í september er miðað við fast verð (þorskígildi nýliðins fiskveiðiárs) þá hefur verðmæti septemberaflans ekki verið minna í marga áratugi“.

——–