Aðalfundur Sæljóns – hið opinbera felli niður gjöld og hækki sjómannaafslátt

Aðalfundur Sæljóns á Akranesi var haldinn 4. október sl. Fundurinn var vel sóttur og umræður fjörugar, þó einkum um aflaráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Allir fundarmenn voru andvígir ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að heimila aðeins 130 þúsund tonna þorskafla á fiskveiðiárinu. Töldu rökin fyrir skerðingunni aðallega byggjast á óvissu. Vandamálin sem ákvörðunin illi væru nú hvert af öðru að koma í ljós, fiskvinnslum lokað og á annað hundrað manns þegar búnir að fá uppsagnarbréf, sem væri því miður aðeins toppurinn á því sem koma skyldi.GummiEl06.jpg

Aðalfundur Sæljóns samþykkti eftirfarandi ályktanir:

Mótmælt er harðlega ákvörðun sjávarútvegsráðherra að heimila dragnótabátum óheftar ýsuveiðar í Faxaflóa.

Fundurinn mótmælir skerðingu á þorskkvóta á yfirstandandi fiskveiðiári og telur forsendur fyrir togararalli hæpnar. Einnig andmælir Sæljón breytingu á aflareglu og gagnrýnir stjórnvöld fyrir að hafa ekki ígrundað nægilega forsendur að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar.

Sæljón skorar á stjórnvöld að auka mótvægisaðgerðir til útgerðar og sjómanna. Í því efni benda félagar í Sæljóni á hækkun sjómannaafsláttar og niðurfellingu vita- og skipagjalda.Saeljon.2007.jpg

Stjórn Sæljóns var endurkjörinn, en hana skipa eftirtaldir:
Guðmundur Elíasson formaður
Gísli Geirsson
Högni Reynisson
Rögnvaldur Einarsson gjaldkeri
Stefán Jónsson ritari

Myndir:
Guðmundur Elíasson
Frá aðalfundi Sæljóns