Rýrt tillag kvótahæstu útgerðarinnar til byggða- og jöfnunaraðgerða

Á aðalfundi LS vék Örn Pálsson framkvæmdastjóri að mismunun einstakra útgerða til línuívilnunar og öðrum byggða- og jöfnunaraðgerðum:

„LÍÚ hefur ávallt verið andvígt línuívilnun. Reglulega berast frá þeim röksemdir um að ívilnunin eigi ekki rétt á sér. Sl. sumar sendu þeir út heljarmikla skrá yfir töpuð þorskígildi einstakra útgerða vegna skel- og rækjubóta, byggðakvóta og línuívilnunar. Þar kom m.a. fram að allur flotinn fær 0,95% færri þorskígildum úthlutað vegna línuívilnunar. Í skránni vekur það athygli að tillag kvótahæstu útgerða landsins vegna þessara þriggja ráðstafana er sáralítið. Alls verður úthlutun til flotans 2,5% lægri vegna þessa, en kvótahæsta útgerðin HB Grandi leggur aðeins 1,45% til þessara byggða- og jöfnunaraðgerða.
Ástæða er fyrir sjávarútvegsráðherra að huga að þessari mismunun og jafna tillag hvers og eins.“