Þrátt fyrir minni grásleppuveiði á síðustu vertíð hefur aukning orðið í útflutningi grásleppuafurða. Á það jafnt við grásleppukavíar og söltuð hrogn í tunnum. Á fyrstu 9 mánuðum þessa árs höfðu verið flutt út 323 tonn af grásleppukavíar og 494 tonn af söltuðum grásleppuhrognum. Þetta svarar til 16% aukningar í kavíarnum og í söltuðum hrognum eru 29% fleiri tunnur nú en í fyrra.
Heildarútflutningsverðmæti grásleppuafurðanna er 465 milljónir, en var 397 milljónir á sama tímabili í fyrra.
Verðmæti alls ársins 2006 var 725 milljónir.
Gera má ráð fyrir að ekki verði flutt út meira af söltuðum hrognum á þessu ári, en í hönd fara aftur á móti þeir mánuðir sem eru hvað drýgstir í útflutningi kavíars.
Tölur unnar upp úr gögnum frá Hagstofu Íslands