Í dag er fjallað um „Örfiriseyjarmálið“ á fréttavef Bæjarins Besta.
Gunnlaugur Finnbogason formaður Eldingar tjáir sig um fréttina og viðbrögð við henni. Gunnlaugur leggur áherslu á að „Togarar eiga að vera utan við 12 mílur og þar á að rannsaka veiðarfæri þeirra.“. Hann segir rannsóknina hafa verið „mistök, enda var Ísafjarðardjúp lengi að jafna sig eftir skark togarans um allt djúpið með 4,5 tonna hlera.
Þorskastríðin voru háð til að vernda grunnslóðina (uppeldissvæðin) ofan við 12 mílur fyrir skarki togara. Þá talaði Hafrannsóknastofnunin um að friða þyrfti grunnslóðina fyrir togurum, en kannski voru fiskifræðingarnir bara svona fáfróðir þá?“ skrifar Gunnlaugur á bb.is í dag.
Sjá nánar:
http://www.bb.is/Pages/26?NewsID=8-6-10