Á ráðstefnu um þorskeldi sem nú stendur yfir í Reykjavík flutti Björn Ævarr Steinarsson sviðsstjóri veiðiráðgjafasviðs Hafrannsóknastofnunarinnar erindi. Í Fréttablaðinu í dag er greint frá ráðstefnunni og m.a. vitnað í erindi Björns Ævarrs þar sem hann segir:
„að uppbygging þorskeldis væri brýnt verkefni. Ekki væri neinnar aukningar að vænta í þorskveiðum á næstu fimm árum. „Raunar verður engin aukning nema við fáum inn sterka nýliðun á næstu tíu til fimmtán árum. Þess misskilnings virðist gæta í þjóðfélaginu að þetta muni gerast á mun skemmri tíma.““.
Hér er um ábyrgan aðila að ræða og því ástæða til að gefa orðum hans gaum. Hvað er verið að meina? Er Björn Ævarr að segja: Góðir Íslendingar framtíð okkar liggur ekki í þorskveiðum, þær heyra sögunni til, snúum okkur að þorskeldinu??
Er nema von að menn spyrji, er þá ekkert að marka það sem sagt var þegar ákveðið var að skerða þorskkvótann um 63 þús. tonn í því skyni að byggja upp þorskstofninn og ná veiði upp á 300 þús. tonn eftir ellefu ár?
Sérfræðingar við Háskóla Íslands voru fengnir til að gefa ráðleggingar við að byggja upp þorskstofninn. Þeir settu fram fimm mismunandi leiðir. Sú sem sjávarútvegsráðherra virtist fylgja tryggir að biðtími eftir góðum þorskafla verður aldrei lengri en ellefu ár, en þar er átt við 300 þús. tonn. Líkur á stofnhruni eru fjórtán prósent í versta falli:
130-2008-2007 þús. tonn
130-2009-2008 þús. tonn
130-2010-2009 þús. tonn
eftir það vaxandi upp í 190 þús. tonn 3-20-2012.
Einnig gaf sjávarútvegsráðherra sterklega í skyn aukningu eftir tvö ár. Í viðtali í 7. tbl. Ægis segir hann:
„Enn eru margir óvissuþættir í málinu; þorskkvótinn verður á svipuðu róli næstu tvö árin en svo er von um aukningu ef vel tekst til.“.