Stjórn Eldingar kom saman til fundar 1. desember sl. Tilefnið var það myrkur sem skollið er á í sjávarútvegi á Vestfjörðum. Í lok fundar var samþykkt eftirfarandi ályktun:
Óráðlegt að þorskkvótinn fari niður fyrir 200 þús. tonn
„Elding leggur til að þorskkvótinn verði þegar í stað aukinn í 0-0-220 tonn og skorar á sjávarútvegsráðherra að standa við fyrri yfirlýsingar um að óráðlegt sé að þorskkvótinn fari niður fyrir 0-0-200 tonn.“
5 ára bölsýnisáætlun Hafrannsóknastofnunar
„Elding mótmælir harðlega að Hafró áætli stofnstærð þorsks 5 ár fram í tímann, í fyrsta lagi getur Hafró ekki metið stofnstærð af neinu viti, stofnstærðarmatið núna er ekki í neinu samræmi við reynslu sjómanna og einnig vegna þess að mjög margt getur breyst á 5 árum.“
Gámaívilnun stórskaðar atvinnu og byggð í landinu
„Elding mótmælir því að gámaálag hafi verið tekið af, rannsóknir hafa sýnt að fiskurinn léttist um 7% á leiðinni til Evrópu, í raun er þetta því 7% gámaívilnun. Gámaívilnun þessi er til stórskaða fyrir atvinnu og byggð í landinu.
Þá mótmælir Elding öllum trollveiðum innan við 12 mílur.
Elding félag smábátaeigenda á norðanverðum Vestfjörðum.
Stjórnarfundur 1. desember 2007“
Formaður Eldingar er Gunnlaugur Finnbogason