Almanak LS 2008 komið út

Almanak Landssambands smábátaeigenda er komið út og hefur verið sent til félags- og velgjörðarmanna LS. Þetta er í 6. skiptið sem almanakið kemur út.

Sú nýbreytni var tekin upp við öflun uppskrifta, á matseðil mánaðarins, að bjóða þremur gestum að vera með. Sjávarútvegsráðherra, fiskistofustjóri og forstjóri Hafrannsóknastofnunar þáðu allir boðið og sendu inn „Kryddlegnar rækjur“, Karrýfiskur með hrísgrjónum“ og „Karrýfiskur Fríðu tengdamömmu“.

Auk þeirra eiga uppskriftir í almanakinu:
Gunnlaugur Auðunn Árnason, Stykkishólmi – „Bakaður salfiskréttur“

Hermann Ólafsson, Grindavík – „Ilmandi humarsúpa með karrý og kókos“

Davíð Kjartansson, Hnífsdal – „Þorskur í engifer og soyasósu“

Karl Sveinsson, Borgarfirði eystra – „Saltfisklummur“

Unnsteinn Þráinsson, Hornafirði – „Innbökuð Hornafjarðarlúða“

Bárður Guðmundsson, Ólafsvík – „Krókafiskur“

Guðbrandur Magnússson, Garðabæ – „Glóðasteikt lúða“

Heimir Ingvason, Barðaströnd – „Skelfisksúpa“

Óli Þorsteinsson, Þórshöfn – „Gómsætur ýsuréttur“

Fullyrða má að allar uppskriftirnar eru hinar lúfengustu.

Verði ykkur að góðu.