Krókaaflamarksbátum fækkar um fimmtung

Fyrir nokkru var greint frá því hér á heimasíðunni að þorskafli krókaflamarksbáta hefði dregist saman um þriðjung á fyrsta þriðjungi fiskveiðiársins miðað við sama tíma í fyrra.

Nú liggja fyrir tölur um fjölda krókaaflamarksbáta sem lönduðu afla á þessum sömu tímabilum. Greinilegt er að þorskskerðingin bítur fast í útgerðir fjölda báta því aðeins 330 bátar stunduðu veiðar á mánuðunum september til og með desember 2007 en voru 410 á sama tíma 2006.

Unnið upp úr upplýsingum frá Fiskistofu