Í dag fjallaði Hrollaugur – félag smábátaeigenda á Hornafirði – um kjarasamning LS og sjómannasamtakanna. Samningurinn var felldur með öllum greiddum atkvæðum.
Á fundinum kom fram að félagar í Hrollaugi vilja að öllum verði gert kleift að gera upp á því verði sem Verðlagsstofa ákveður, það eigi ekki að einskorðast við þá sem hafa fiskvinnslu á bak við sig.
Þá vilja Hrollaugsmenn fata- og fæðispeninga burt. Þess í stað verði þeir innifaldir í launum, þannig verði samningurinn einfaldari, færri þættir sem gætu valdið ágreiningi.
Félagsmenn í Hrollaugi tóku undir athugasemdir sem fram hafa komið hjá öðrum svæðisfélögum.