Strandveiðimenn í Chile farnir í stríð gegn togveiðum

Það er víðar en á Íslandi sem smábátamönnum og fleirum finnst nóg um ágang togara, togskipa og dragnótabáta allt uppí kálgarða. Á sama tíma og umræðan á alþjóðavettvangi er öll á einn veg – þ.e. að ýta þessum veiðarfærum frá landi, hafa veiðisvæði þeirra stækkað hér við land.

Í Chile hafa samtök strandveiðimanna, Chilean National Confederation of Artisanal Fishermen (CONAPACH) hafið herferð gegn togveiðum við strendur landsins. Strandveiðimenn frá San Antonio, Valparaiso, Renaca, Higuerillas og Con Con eru staðráðnir í því að snúa almenningsálitinu gegn togveiðum. Markmiðið er að safna 100 þúsund undirskriftum undir bænarskjal til stjórnvalda um að setja löggjöf sem bannar skaðlegar veiðar – s.s. togveiðar iðnaðarskipa.

CONAPACH staðhæfir að fjöldi strandveiðimanna byggi afkomu sína á stofnum sem nú eru að hruni komnir vegna togveiða.

Heimasíða CONAPACH er: http://www.eliminemoselarrastre.bligoo.com/

Myndin er af gunnfána herferðarinnar.

banner.jpg