Í gær var fjallað um kjarasamning LS og sjómannasamtakanna í Fonti – félagi smábátaeigenda Kópasker – Vopnafjörður.
Eins og hjá þeim tólf svæðisfélögum LS sem fundað hafa um samninginn var hann felldur. Allir fundarmenn greiddu atkvæði gegn samningnum þegar Haraldur Sigurðsson formaður Fonts bar hann undir fundinn.
Á fundinum var einnig rætt um komandi grásleppuvertíð. Það var mat fundarins að nú væri kominn tími til að fá verðhækkun á hrognunum, en á vertíðunum 2006 og 2007 var verð í lágmarki. Grásleppukarlar í Fonti ætla að miðla upplýsingum sín á milli um verðtilboð sem kunna að berast áður vertíð hefst.
Hjá félagsmönnum í Fonti hefur grásleppan iðulega reynst drjúg tekjulind og veiðin þar oftast með því besta sem gerist hér við land. Á síðustu vertíð var heildarframleiðsla saltaðra hrogna 1-2-2 tunna, sem svaraði til þriðjungs af heildarveiði á landinu. Í flestar tunnur var saltað í á Raufahöfn – 830.