Krókur – Hafrannsóknastofnun vanmetur ástand þorskstofnsins

Á almennum félagsfundi í Strandveiðifélaginu KRÓKI sem haldinn var á Patreksfirði sl. laugardag var, auk umræðu um kjarasamninginn, rætt um horfur í þorskveiðum. Fundarmenn voru á einu máli um að útlitið væri gott og engin teikn væru á lofti um að „bjargbrúnsviðhorf“ Hafrannsóknastofnunar væru í aðsigi.

Fundurinn sendi frá sér eftirfarandi áskorun til sjávarútvegsráðherra:

„Fundur í Strandveiðifélaginu Króki skorar á sjávarútvegsráðherra að endurskoða ákvörðun sína frá júlí 2007 um niðurskurð á þorskafla. Strandveiðifélagið Krókur telur að það ástand sem nú er á miðunum endurspegli ekki sjónarmið Hafrannsóknastofnunar sem sjávarútvegsráðherra lagði til grundvallar viðPatro3-8105-100.jpg ákvörðun um þriðjungs minnkun á þorski. Upplifun sjómanna nú sýnir að stofnunin hefur vanmetið ástand þorskstofnsins og því knýjandi að sjávarútvegsráðherra komi strax að málinu og bæti við þorskkvótann.

Jafnframt skorar Krókur á sjávarútvegsráðherra að gefa út 220 þús. tonna janfnstöðuafla til þriggja ára í þorski.“