Á síðasta ári 2007 nam heildarútflutningsverðmæti grásleppuhrogna 725 milljónum sem er aðeins 200 þús. krónum lægra en árið 2006.
Af útflutningsverðmætinu 2007 var verðmæti kavíarsins 489 milljónir og saltaðra grásleppuhrogna 236 milljónir.
Frakkar keyptu mest af grásleppukavíar eða um 60% útflutningsins en af söltuðum hrognum var mest flutt út til Sviþjóðar rúm 70% af þeim 5000 tunnum sem seldar voru á erlendan markað.
Unnið upp úr tölum frá Hagstofu Íslands