Aðeins einn bátur nýtti sér það að hefja grásleppuveiðar við Reykjanes sl. laugardag 1. mars.
Í samtali við Harald Þorgeirsson á Hafsvölunni sagðist hann ekki hafa upplifað í áraraðir svo slaka veiði í upphafi vertíðar. Nánast ekkert í netunum og því lítið annað en að draga í sig og koma sér í land.
Vitað er um fleiri grásleppusjómenn sem ætluðu að leggja 1. mars, en þeir hættu við vegna óánægju með verð sem í boði var. Tilboðið sem þeir fengu var 280 kr/kg upp úr sjó.