Sjávarútvegsráðherra – mikilvægt að skilgreina fiskveiðiréttinn

Í fréttatilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu í dag er greint frá því að Einar Kristinn Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra hafi tekið þátt í alþjóðlegri ráðstefnu í Færeyjum. Ráðstefnan var um áhrif loftslagsbreytinga á lífríki sjávar í N-Atlantshafi.

Ráðherrann fjallaði í erindi sínu um sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda og mikilvægi verðmætasköpunar á grundvelli hennar.

Sjá nánar:
http://www.sjavarutvegsraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/9175