Í byrjun vikunnar hafði Fiskistofa gefið út 145 grásleppuleyfi. Allt árið í fyrra voru leyfin 144. Af þessu má ljóst vera að nokkur fjölgun verður milli ára, t.d. er aðeins ein umsókn komin á Breiðafjarðarsvæðið en þar stunduðu 20 bátar veiðar á vertíðinni 2007.
Flest leyfin eru á svæði E – frá Skagatá að Fonti 70 (60 á vertíðinni 2007)
á svæði F frá Fonti að Hvítingum hafa verið gefin út 30 (23) leyfi,
18 (17) leyfi á svæði A – Faxaflói
16 (13) leyfi á svæði D – Strandir að Skagatá
Á svæði C frá Bjargtöngum að Horni er búið að gefa út 4 (7) leyfi.
Á svæði G við Reykjanes sunnan Garðskaga eru leyfin nú 6 (4). Þar var heimilt að hefja veiðar 1. mars og lýkur því veiði nú um helgina hjá þeim sem byrjuðu þá.