Fyrsta sumardag hafði grásleppuvertíðin skilað 5000 söltuðum tunnum. Veiði síðustu daga hefur verið góð samfara því að veður hefur verið eins og best verður á kosið.
Á sex útgerðarstöðum hafa verið saltaðar fleiri en 400 tunnur. Mest hefur verið saltað á Raufarhöfn 650 tunnur, Vopnafjörður er kominn yfir 500 tunnur, hinir fjórir staðirnir eru Siglufjörður, Bakkafjörður, Drangsnes og Húsavík.