Metafli á sjóstöng – hvernig má það vera?

Eins og alþjóð er kunnugt hefur Hafrannsóknastofnunin látið þau boð út ganga að þorskstofninn sé afskaplega aumur um þessar mundir. Stærð hans í sögulegu lágmarki og allt á hverfanda hveli.

Ætli nokkur áhöld séu um að veigaminnsta veiðarfærið sem notað er við strendur landsins – utan þess að kasta spón fram af bryggjum eða úr fjörum – sé sjóstöngin.

Það hlýtur því að teljast all merkilegt að sjá hvernig sjóstönginni vegnar í þeim hrikalega öldudal sem þorskstofninn á að vera samkvæmt reikniformúlum Hafrannsóknastofnunarinnar.

Dagana 23. – 24. maí sl. var haldið á Patreksfirði mót Sjóstangaveiðifélags Reykjavíkur ( http://www.sjorek.is/ ) sem haldið hefur sitt árlega mót á Patró a.m.k. síðan árið 2006.

Hér eru tölulegar niðurstöður úr mótunum síðan 2006:

2006: Heildarafli á 47 stangir: 9-1-23 kg. Heildarfjöldi fiska: 9-2-12, meðalþyngd 1,9 kg. Meðalafli á stöng: 493 kg, 259 fiskar að meðaltali.

2007: Heildarafli á 42 stangir: 8-9-12 kg. Heildarfjöldi fiska; 2-1-8, meðalþyngd 1,6 kg. Meðalafli á stöng: 309 kg, 193 fiskar að meðaltali.

2008: Heildarafli á 45 stangir: 0-6-41 kg. Heildarfjöldi fiska; 3-6-21, meðalþyngd 1,93 kg. Meðalafli á stöng: 924 kg, 480 fiskar að meðaltali.

Fyrirkomulag sjóstangaveiðimótanna er að 8 stundir líða frá því að haldið er úr höfn og þar til menn hafa uppi veiðarfærin. Farið er af stað kl. 6 að morgni og veiðum hætt kl. 14:00. Keppnin stendur í tvo daga.
Á mótinu sem haldið var nú í maí á Patró gerðist það að meistari keppninnar veiddi hvorki meira né minna er 777 fiska, sem vógu 3-7-1 kg. Meðalþyngd var rúmlega 2,24 kg.
Eftir því sem næst verður komist hefur það aðeins gerst þrívegis á mótum SJÓR síðan 1986 að keppandi hafi náð meira en tonni. Á Patró náðu hvorki fleiri né færri en 18 keppendur af 45 því marki.

Sú saga hefur heyrst af mótinu að einhverjir hafi látið sér detta í hug að skera beitu og henda fyrir borð. Sá guli lét ekki bjóða sér það tvisvar, kom vaðandi uppundir yfirborð til að þyggja kræsingarnar.

Að sögn var „heill mökkur af fiski’, mikið af sandsíli og allt svart af fugli sem er að springa úr spiki.

Hvernig þetta passar við heimsendaspár Hafrannsóknastofnunarinnar skal öðrum látið eftir að túlka.