Verða það 130 eða 220 þúsund tonn?

Samhliða frétt um veiðiráðgjöf Hafró var sendur tölvupóstur til fjölmargra smábátaeigenda. Þar voru þeir beðnir um að tjá væntingar sínar til væntanlegra veiðiheimilda í þorski.

Viðbrögð voru mjög góð og spanna nánast alla flóruna frá 130 þús. tonnum upp í 220 þús. tonn. Dæmi:

„Þeir mæla áfram með 130 þús. tonnum .“

„160 þús. tonn, fara varlega í að auka magnið, en ef þorskgengd heldur áfram að aukast á næsta ári er hægt að bæta í.“

„220 þús. tonn í 3 ár. Hafró hefur fundið og týnt fleiri tugum þúsunda tonna, ER EKKI kominn tími til að fara eftir fiskifræðingunum sem vinna á miðunum 365 daga ársins kannski bara í tvö ár.“

Í dag verður það ljóst hver ráðgjöfin verður.