Auknar bætur í þorski til skel- og rækjubáta

Í dag gaf sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið út þrjár reglugerðir sem gilda á næsta fiskveiðiári.

um veiðar í atvinnuskyni

http://www.sjavarutvegsraduneyti.is/media/Word_skjol/Veidar_i_atvinnuskyni_9-20-2008.doc

um línuívilnun

http://www.sjavarutvegsraduneyti.is/media/Word_skjol/Linuivilnun_9-20-2008.doc

um skel- og rækjubætur

http://www.sjavarutvegsraduneyti.is/media/Word_skjol/Rakja_og_skel_9-20-2008.doc

Í fréttatilkynningu frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu er vakin athygli á að veiðiheimildir sem dregnar eru frá heildarafla eru nú um eitt þúsund þorskígildislestum færri en á yfirstandandi fiskveiðiári.

Þegar skipting þessara þorskígildislesta er skoðuð vekur það athygli að bætt hefur verið 66 tonnum við bætur í þorski, skel – og rækjubætur auknar um 99 tonn en byggðakvóti skertur um 33 tonn.

Færri tonn koma til línuívilnunar í ýsu og steinbít.

Byggðakvóti í ýsu og ufsa minnkar en eykst í steinbít.

Skel- og rækjubætur eru minnkaðar í ufsa en auknar í steinbít.

Sjá nánar:
http://www.sjavarutvegsraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/9359