Elding – farið verði yfir störf Hafró

Á fundi stjórnar Eldingar sem haldinn var á Ísafirði 17. ágúst sl. var eftirfarandi samþykkt:

„Stjórn Smábátafélagsins Eldingar leggur til að settur verði 0-0-220 tonna jafnstöðuafli í þorski í 3 ár, meðan farið verður yfir störf Hafrannsóknastofnunarinnar og athugað hvers vegna rannsóknir Hafró bera í engu saman við reynslu sjómanna, sem ekki hafa orðið varir við minnkun á þorski.

Ákvörðun um aukningu þorskafla nú yrði til að létta á þeirri svartsýni sem einkennir íslenskt efnahagslíf samtímis því að efla þjóðarhag og minnka líkur á kreppu.“