Þorskaflinn minnkaði um rúm 47 þús. tonn milli ára

Þegar horft er um öxl á nýbyrjuðu fiskveiðiári er forvitnilegt að skoða aflatölur síðustu tveggja fiskveiðiára.

Eins og við mátti búast varð gríðarlegur samdráttur í þorskafla eða rúm 47 þús. tonn sem jafngildir um fjórðungs minnkun milli ára. Heildarþorskaflinn á síðasta fiskveiðiári varð rúm 146 þús. tonn á móti 2-3-193 tonnum á fiskveiðiárinu 7-20-2006.

Þegar skoðuð er hlutdeild einstakra útgerðarflokka í heildarþorskaflanum kemur í ljós að krókaaflamarksbátar veiddu 19,4% (18,1%) alls þorsksins, togarar 41,4% (41,2%), aflamarksskip 34,7% (36,4%) og smábátar á aflamarki 4,5% (4,3%). Tölur í sviga sýna hlutdeildina á fiskveiðiárinu 7-20-2006.

Tölur unnar upp úr
bráðabirgðatölum
Fiskistofu.