Í hönd fer sá tími sem svæðisfélög LS halda aðalfundi sína. Þeir eru liður í undirbúningi fyrir aðalfund LS sem haldinn verður 23. og 24. október.
Skalli ríður á vaðið og hefur boðað til fundar nk. föstudag 12. september. Fundurinn verður að venju haldinn á Sauðárkróki að Suðurgötu 3. Fundurinn hefst kl 14.
Á síðasta ári lönduðu alls 46 bátar sem eru í eigu félagsmanna í Skalla. Það gefur félaginu rétt til að senda 2 fulltrúa á aðalfund auk fulltrúa þess í stjórn LS.
Formaður Skalla og fulltrúi félagsins í stjórn LS er Sverrir Sveinsson, Siglufirði.
Næstkomandi sunnudag 14. september heldur Snæfell aðalfund. Snæfell fundar á Hótel Framnesi í Grundarfirði og hefst fundurinn kl 17:00.
Snæfell er stærsta svæðisfélag LS með 91 bát í eigu félagsmanna þess. Það gefur félaginu rétt á að senda 5 fulltrúa á aðalfund auk fulltrúa þess í stjórn LS.
Formaður Snæfells og fullrúi félagsins í stjórn LS er Alexander F. Kristinsson, Hellissandi.
Örn Pálsson framkvæmdastjóri LS mætir á báða fundina svarar fyrirspurnum og greinir frá því helsta sem er á döfinni.
Félagar í Skalla og Snæfelli eru hvattir til að fjölmenna til aðalfundanna, taka þátt í umræðum og hafa þannig áhrif á það sem samþykkt verður sem vegarnesti fyrir fulltrúa félaganna á aðalfund LS.