Aðalfundur Skalla – brýnt að auka þorskkvótann strax

Í dag var haldinn á Sauðárkróki aðalfundur Skalla – félags smábátaeigenda á Norðurlandi vestra.
Fundurinn var fjölsóttur og mikil samstaða meðal fundarmanna.

Eftirfarandi ályktanir voru samþykktar:

Aukning þorskkvótans þolir enga bið

Aðalfundur Skalla skorar á stjórnvöld að auka þorskkvótann nú þegar og stöðva þannig stórfeldan atgerfisflótta úr greininni.
Á því rúma ári sem liðið er frá því að stjórnvöld ákváðu að samþykkja tillögu Hafrannsóknastofnunar um þriðjungs niðurskurð í þorski hafa sjónarmið sjómanna um styrk stofnsins gengið eftir án þess að sérfræðingar stofnunarinnar hafi rennt stoðum undir fullyrðingar um slakt ástand hans.

Stjórnvöld standi vörð um línuívilnun og byggðakvóta

Aðalfundur Skalla, haldinn á Sauðárkróki 12. september, hvetur stjórnvöld til að standa vörð um línuívilnun og breyta reglum þannig að hún taki einnig til þeirra báta þar sem línan er stokkuð upp í landi.7-98-100.jpg

Aðalfundur Skalla haldinn á Sauðárkróki 12. september hvetur stjórnvöld til að standa vörð um byggðakvótann.
Ennfremur leggur fundurinn til að stjórnvöld breyti reglum um byggðakvóta þ.a. aflétt verði skilyrðum um vinnslu aflans í heimabyggð og ákvæði um tvöföldunarskyldu.
Auk þess hvetur aðalfundur Skalla til að byggðakvóta verði úthlutað í upphafi hvers fiskveiðiárs.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra stöðvi dragnótaveiðar

Aðalfundur Skalla haldinn á Sauðárkróki 12. september hvetur sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra að fara að tillögu Byggðaráðs Skagafjarða um að banna dragnótaveiðar í innanverðum Skagafirði.
Taki bannið gildi nú þegar og gildi þar til rannsóknir Hafrannsóknastofnunar um áhrif dragnótaveiða á lífríki Skagafjarðar liggja fyrir.

Ánægja með rannsóknir

Aðalfundur Skalla haldinn á Sauðárkróki 12. september fagnar og styður heilshugar það starf sem hafið er hjá BioPol á Skagaströnd um rannsóknir hrognkelsa.

Stjórn Skalla
Sverrir Sveinsson formaður Siglufirði
Steinn Rögnvaldsson Hrauni
Sigurjón Guðbjartsson Skagaströnd
Edvald Daníelsson Hvammstanga
Steinar Skarphéðinsson Sauðárkrók