Í dag er lokadagur Sjávarútvegssýningarinnar 2008. Mikil aðsókn hefur verið að sýningunni
og í dag er búist við miklu fjölmenni.
Stöðugur straumur hefur verið á sýningarsvæði
landssambandsins – A102 – og mikill og góður rómur gerður að því sem þar er boðið
uppá. Bæklingar bæði á íslensku og
ensku, kynningar, kvikmynd og hinn gríðarvinsæli réttur „ferskt úr sjó“ sem um
eitt þúsund sýningargestir hafa smakkað á.
Hér á eftir eru nokkrar myndir frá sýningunni:
Aflakóngar – Sigurgeir á Sirrý ÍS
og Egill á Guðmundi Einarssyni ÍS
Margkrýndur aflakóngur Guðmundur Einarsson
ásamt Daða Guðmundssyni
Forstjóri Hafró gæðir sér á
„Ferskt úr sjó“
Sjávarútvegurinn á pólitískum uppboðsmarkaði – grein eftir Ásgeir Valdimarsson