Smábátafélag Reykjavíkur – „Stuðningur við handfæraveiðar er stuðningur við sjávarbyggðir“

 

Aðalfundur Smábátafélags Reykjavíkur var haldinn
29. september sl. í húsnæði félagsins í Grófinni – Verbúð 5.

 

Fundurinn var líflegur og fjölmargt sem bar á
góma.  Í skýrslu formanns, Garðars
Berg, kom m.a. fram að náðst hefði langþráð markmið félagsins að útbúin yrði
upptökubraut á svæði félagsins.  Hún er nú komin
í gagnið en sökum þess að ekki var haft samráð við væntanlega notendur við
smíði hennar er hún hin mesta vansmíð og minnst 5 aðila þörf til að hjálpa við
upptöku og sjósetningu.  Þrátt
fyrir að ítrustu varkárni sé gætt eru skemmdir algengar á bátum og einnig geta
aðstæður verið hættulegar.  Krafa
félagsins er að framkvæmdin verði tafarlaust lagfærð. 


Bátar í eigu félagsmanna sem lönduðu afla á sl.
ári voru 53.

Konny.jpg

 

Aðalfundur
Smábátafélags Reykjavíkur samþykkti eftirfarandi tillögur:

  • Handfæraveiðar
    hafa orðið fyrir mestri skerðingu, þar sem aflaheimildir þeirra eru nær
    eingöngu í þorski. Stuðningur við handfæraveiðar er stuðningur við
    sjávarbyggðirnar.  Hér gilda því sömu
    rök og eiga við um línuívilnun.  Það
    yrði vonandi til að halda í þessa fáu báta sem eftir eru.  Það er líka ástæða fyrir okkur að varðveita
    verkþekkingu og þekkingu á lífríki og veiðimynstri á grunnsævi hvers staðar sem
    annars gæti glatast.

  • Standa vaktina gagnvart svonefndum vottunarsamtökum eins og t.d. MSC.

  • Standa
    vörð um óbreyttan slægingarstuðul.

  • Aðför að atvinnuréttindum mótmælt.  Ekki komi til greina að heimilt sé að svipta skipstjórnarmenn  30 tonna réttindunum hafi þeir ekki
    verið við skipstjórn í 5 ár. 

  • Byggðakvóti
    að úthlutunarreglur verði ekki þær sömu fyrir handfæra- og línubáta vegna ólíkrar
    aflasamsetningar.

  • ·           Jafnstöðuafla
    220 þús. tonn í 2 – 3 ár.                                                                              

           Greinargerð:  Sjómenn eru vissir um að mikið sé af
þorski í sjónum.  Hafró er á öðru
máli. Látum þjóðina njóta vafans. 
vantar lífsnauðsynlega gjaldeyrir og það fljótt.

 

 

Í
lok fundar var stjórnarkjör.  Allir
stjórnarmenn gáfu kost á sér og voru endurkjörnir með kröftugu lófataki.

Stjórn
Smábátafélags Reykjavíkur:

 

            Garðar
Berg Guðjónsson formaður

            Þorvaldur
Gunnlaugsson varaformaður

            Konný
Breiðfjörð Leifsdóttir ritari

            Jón
F. Magnússon gjaldkeri

            Guðmundur
Jónsson meðstjórnandi