Smábátafélagið Strandir fagnar 20 ára afmæli

2-0097-100.JPG

 

Aðalfundur
Smábátafélagsins Stranda var haldinn á Malarkaffi Drangsnesi sl. laugardag 11.
október.  Félagsmenn fögnuðu um
leið 20 ára afmæli félagsins, en það var stofnað 24. september 1988.


Prýðileg mæting
var á fundinn og mikil og góð umræða. 
Stóð fundurinn frá 11 árdegis til kl fjögur.  Meðal þess sem fundurinn samþykkti voru eftirtaldar
áskoranir til sjávarútvegsráðherra:

2-0099-100.JPG

 

  • að auka strax
    veiðiheimildir í þorski
  • hækka línuívilnun
    í 20%
  • standa vörð um byggðakvótann
    þannig að honum verði áfram úthlutað, sjávarþorpum landsins til hagsbóta
  • gefa frjálsar
    handfæraveiðar með þeim takmörkunum að hver maður megi hafa tvær handfærarúllur
    og fjórar handfærarúllur að hámarki á bát
  • tryggja næga
    fjármuni til BioPol á Skagaströnd til áframhaldandi rannsókna á grásleppu.

 

Smábátafélagið
Strandir vill hafa fyrirkomulag grásleppuveiða með sama hætti og á síðustu
vertíð.  Þá samþykkti aðalfundurinn
að fjallað yrði um það á aðalfundi LS hvort krókaaflamarksbátum skildi heimilaðar
netaveiðar.

2-0105-100.JPG


 

Smábátafélagið
Strandir mótmælir ákvæði laga nr. 30 
23. mars 2007 og reglugerðar nr. 19-5-1. febrúar 2008 sem felur í sér að
menn missi skipstjórnarréttindi sín hafi þeir ekki stundað sjómennsku í fimm ár.   Telur fundurinn gróflega brotið á mönnum með þessu
ákvæði.


Stjórn Stranda:

Haraldur Ingólfsson formaður Drangsnesi

Anna Þorbjörg Stefánsdóttir ritari Hólmavík

2-0103-100.JPG

Már Ólafsson gjaldkeri Hólmavík sem jafnframt er fulltrúi félagsins í stjórn LS.


 

 

 

 

 

,

Smábátafélagið Strandir – rækjubætur skertar þvert ofan í gefin loforð