Aðalfundur Kletts var haldinn á Akureyri sunnudaginn 28.
september sl.
Fundarsókn var góð, en í ræðu formanns félagsins Péturs
Sigurðssonar hefur félagsmönnum fækkað mikið á undanförnum árum. 2004 voru bátar í eigu félagsmanna 142
en það sem af er yfirstandandi ári hafa 67 bátar landað afla.
Fundurinn sendi frá sér fjölmargar ályktanir. Meðal þeirra
voru:
- Áskorun til sjávarútvegsráðherra að auka þorskkvótann nú þegar. Útgerðirnar, fiskvinnslan og
byggðalögin komast ekki af til lengdar með núverandi þorskkvóta. - Klettur
vill skýrari reglur um byggðakvótann og það sé með öllu óþolandi að hugtökunum
byggðarlag og sveitarfélag skuli vera rúllað fram og aftur í núverandi reglugerð með tilheyrandi mistúlkun. - Aðalfundur
Kletts er hlynntur því að komið verði á handfærakerfi með miklum takmörkunum
til að tryggja nýliðun i greininni. - Klettur
skorar á sjávarútvegsráðherra að hækka nú þegar prósentu í línuívilnun og
tryggja að hún nái til allrar línu sem unnin er í landi hvort sem hún er
landbeitt eða stokkuð upp. - Aðalfundur
Kletts skorar einnig á ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmála að loka
Eyjafirði og Skjálfanda fyrir dragnótaveiðum allt árið. - Klettur
er andvígur þorsknetaveiðum krókabáta.
Stjórn
Kletts skipa eftirtaldir:
Pétur Sigurðsson Árskógssandi
– jafnframt fulltrúi Kletts í stjórn LS
Sigfús Jóhannesson Grímsey
Svanur Ottósson Dalvík
Sigurður Kristjánsson Húsavík
Þröstur Jóhannsson Hrísey
– jafnframt varafulltrúi Kletts í stjórn LS