Krafan er einföld – dragnótina burt úr fjörunum

 

Mikið var rætt um dragnótaveiðar á aðalfundi Landssambands
smábátaeigenda.   Á köflum var mikill hiti í umræðunni og
var krafa fundarmanna skýr, dragnótaveiðar burt úr fjörunum.

Samþykktar voru
fjölmargar tillögur þar sem skorað var á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að takmarka
veiðisvæði dragnótaskipa. 

 

Suðurland

Fullyrt var, eins og bent hafði verið á, að búið væri að
rústa fengsælum ýsumiðum á svæðinu frá Þorlákshöfn austur að
Vestmannaeyjum.  Meðal skipa sem
veitt hafa þar með dragnót er stór togari.jpg.pdf.  

Af því tilefni samþykkti fundurinn eftirfarandi tillögu:

 

¨          

reglugerðarbreyting sem heimilar
snurvoðaveiðar
upp í fjöruborð á svæðinu frá Þorlákshöfn og alveg austur fyrir Vestmannaeyjar
verði þegar í stað dregin til baka.
                                                                                                Aðalfundur LS mótmælir
harðlega þessum veiðum og telur óskiljanlegt að þær hafi verið heimilaðar þar
sem reynsla er fyrir því að slíkar veiðar fara mjög illa með ýsustofninn á
þessu svæði og mörg ár eða áratugi
tekur að byggja upp ýsugengd á svæðinu eftir notkun snurvoðar.

 

 

Vestfirðir

Ekki er minni undiraldan hjá Vestfirðingum út í dragnótina.  Í ályktunum aðalfundarins var m.a. samþykkt
að teknar yrðu aftur í gildi línur sem takmörkuðu aðgang dragnótaskipa.

Tillögurnar eru þessar:

¨         

snurvoðaveiðar báta lengri en 20 metrar innan grunnlínupunkta verði bannaðar fyrir Vestfjörðum.

¨          

allar
dragnótaveiðar á bátum lengri en 20 m verði bannaðar innan línu sem
dregin er
frá Blakksnesi um
Kópanesvita í Fjallaskagavita
.

 

¨          
Allar
dragnótaveiðar verði bannaðar innan línu sem dregin er
úr Ólafsvita í Tálkna og þaðan Krossdal og þvert yfir
Arnarfjörð eftir línu 0-48-23 V.

 

 

Norðurland

Hjá Norðlendingum er ekki minni andstaða gegn
dragnótaveiðum.  Mestar áhyggjur
hafa menn af veiðum dragnótaskipa inni á Skaga-, Eyjafirði og Skjálfanda.

Eftirfarandi var samþykkt:

 

¨          

fara að tillögu Byggðaráðs Skagafjarða um
að banna dragnótaveiðar í innanverðum Skagafirði.                                                                                   
            Taki
bannið gildi nú þegar og gildi þar til rannsóknir Hafrannsóknastofnunar um
áhrif dragnótaveiða á lífríki Skagafjarðar liggja fyrir.

 

¨          

loka Eyjafirði og Skjálfanda fyrir
dragnótaveiðum allt árið
.

 

 

Austurland

Hringnum um dragnótina var lokað með samþykkt aðalfundarins
sem tekur til Austurlands. 

Tillagan er eftirfarandi:

¨          

banna dragnótaveiðar inni á fjörðum og innan 3 sjómílna frá landi inná flóum fyrir Austurlandi.

 

 

 

,

Kristinn Pétursson ómyrkur í máli að vanda – nú um ýsuna”


Uppskriftir